Las frétt í mbl. í morgun við eldhúsborðið heima og aftarlega blasti við mér fyrirsögnin: Stefanía Svavarsdóttir sigraði í Söngvakeppni Samfés.
Það kom mér svo sem ekki á óvart að þessi hæfileikaríka frænka mín færi með sigur þarna eins og í svo mörgu öðru sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er aðeins sextán ára og á tvíburasysturina Steinunni. Þær hafa alist upp í Mosó og létu sér ekki um muna að vera hæstar yfir skólann sinn. Þær eiga sér ótal áhugamál sem þær hafa nóg að gera við að sinna og auk þess vinna þær með skólanum á kvöldin og um helgar. Virðist ekki koma niður á námsárangrinum
Ég byrjaði á að skoða myndir sem fylgdu fréttinni en þær voru átta og allar í stæra lagi. En sú sem fyrirsögnin vísaði til var þar hvergi að finna. Sama var með frétt á mbl.is Þar var ein mynd af haug af krökkum sem fylgdust spennt með, en engin Stefanía.
Á þeim ritstjórnum sem ég hef unnið hjá hefði ekki komið til greina að skila frá sér frétt án þess að mynd af aðalumfjöllunarefninu fylgdi með. En kannski eru á því skýringar; í myndum ljósmyndaranna fundust bara ekki myndir að sigurvegaranum. En hvað gera blaðamenn þá. Þeir fara í símann og útvega mynd. Tímaþröng; allt komið á dead-line. Kaupi það ekki því það tekur ekki nema nokkrar mínútur að senda í tölvupósti mynd frá foreldrum eða örðum ættingjum en það vill nú svo til að innan fjölskyldunnar eru að minnsta kosti tveir afkastamiklir ljósmyndarar.
Ragnheiður systir mín á þessar stelpur; eða svo gott sem. Svavar sonur hennar átti þær ungur. Þær eiga ekki langt að sækja sönghæfilekana en amma þeirra í móðurætt er systir Ingibjargar sem gerði garðinn frægan á árum áður með hljómsveitinni BG og Ingibjörg og allir yfir fertugt ættu að muna eftir. Í föðurættinni eru einnig laglegir söngvar; nokkrir sem hugsanlega hefðu náð að koma sér á framfæri ef nægur áhugi hefði verið fyrir hendi. Einn þeirra tók sig til fyrir nokkrum árum og gerði það got Idolinu. Davíð Smári sem hefur ekki sagt sitt síðasta er sonur Maríu systur okkar Ragnheiðar. Hann undirbýr nú tónleika með Eyva sjálfum og fleiri góðum listamönnum: gott ef þeir eru ekki um næstu helgi.
Og svo er ég sem sjálf er vita laglaus meira en viss um að ég eigi einn fagran söngfugl í felum. Fuglinn sá hefur ekki enn sungið að ráði nema fyrir okkur sem næst standa; mér segir svo hugur að sá tími muni koma að fleiri fái að njóta.
En víst er að það verður gaman að fylgjast með Steinunni í framtíðinni; hún er rétt að byrja og söng lag sitt með ótrúlegu öryggi í Kastljósinu í kvöld. Óska ykkur öllum til hamingju með stelpuskottið, Ragnheiður Vald, mamman, Gunni stjúpi, Svavar og Sonja stjúpa: þið megið vera stolt af þessum elskum. Hef þegar lýst aðdáun minni á sonardætrum þínum Ranka mín; Nú varð Stefaníann sem átti athyglina, næst kemur Steikann. Skilaðu hamingjuóskum til Jóa líka.
Stefanía vann söngkeppnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.3.2008 kl. 10:24 | Facebook
Athugasemdir
Hún er alveg frábær þessi stúlka. Ég stóð á öndinni þegar ég heyrði hana hefja upp raust sína í Kastljósinu.
Steingerður Steinarsdóttir, 11.3.2008 kl. 09:22
Takk, Begga mín. Flottur pistill um söngfugla fjölskyldunnar. Mér segir svo hugur að þú sért að tala um dótturson þinn, Smára, sem næsta stórsöngvara. Hef aðeins heyrt til hans og veit að hann er lagviss.
Kveðja í Hveragerði og sérstaklega til nöfnu minnar. Þín Ranka.
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 11.3.2008 kl. 15:56
Thar brast ther bogalistinn Ranka amma. Smari er lagviss en alls ovist ad hann eigi eitthvad eftir ad skara fram ur i tonlist. Eg er ad tala um hana Silju mina sem syngur eins og engill en hefur alltof litlid gert i ad lata heyra i ser. For reyndar i songtima hja Margreti EIR OG FEKK MIKD HROS. Var hvott til ad halda afram tvi framtidin vaeri hennar. Kannski ad hun lati verda ad tvi ad gera eitthvad einn godan vedurdag, naegur er timinn.
En en taer Stef, og Stein eru bara i 10 bekk er tad ekki.
Forvitna blaðakonan, 11.3.2008 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.