Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Kaupmaðurinn sem selur lifandi hamstur fyrir frosk að gæða sér á, kominn á hausinn!

images hamsturSvo segir hann í Fréttablaðinu í dag og kvartar hann heil ósköp yfir framkvæmdum á vegum borgarinnar fyrir utan dyrnar hjá honum sem komið hafi í veg fyrir eðlileg viðskipti. Já, ég segi ekki annað að en menn uppskera eins og þeir sá. Ekki vorkenndi ég mannræflinum í það minnsta. Hefnist honum bara ekki?

En hann er vísast ekki eini dýrakapmaðurinn sem iðkar þessa andstyggilegu sölumennsku á lifandi dýrum eftir því sem ég kem næst. Og svo má spyrja hvaðan koma þessir stóru froskar; er leyfilegt að flytja þá inn eða er þeim smyglað eins og slöngunum?

Ég kalla eftir svörum frá dýralæknum; hvað finnst þeim um svona óþverrahátt. Varpaði þeirri spurningu líka í gær til forstjóra UST, Ellýjar Þorsteinsdóttur, eða er Davíð þar enn við völd? Hvort sem er, heyrir það undir stofnunina að sjá til með að farið sé með dýr á mannúðlegan hátt. Já og hvar er frú Sigríður Ásgeirs; finnst henni þetta í besta lagi eða hefur hún ekki heyrt neitt af þessu?

Gaman væri að fá viðbrögð frá lesendum en hvorki fleiri en færri en tæpleg sex hundruð manns hafa ratað hingað inn síðasta sólahring. Eru menn alveg skoðanalausir eða yppa þeir bara öxlum og finnst allt í lagið að fara svona að. Varla erum við aðeins innan við fimm sem fyllumst óhuggnaði og reiði, eða er ég bara svona móðursjúk og yfirmáta viðkvæm? Nei þaðþarf ekki að segja mér það.

 sem

Mig vantar hunda-aupair - má tala hvaða tungumál sem er!

Ég hef verið að svipast um eftir aupair; hundaaupair réttara sagt. Hef verið spyrjast fyrir um hvað sé greitt á viku eða mánuði og með fargjöld fyrir venjulegar auperur.

Hér í eina tíð var ég með aupair nokkru sinnum; tvær danskar og eina hollneska. Það var þvílíkur lúxus að geta farið í vinnu áhyggjulaus á hverjum degi og þurfa ekki að rjúka upp úr stólnum í miðri frétt fimm mínútum fyrir fimm og æða á leikskólann og sækja þreyttar stelpurnar sem stundum þurftu að koma með mér til baka í vinnuna og bíða á meðan ég kláraði.

Christina Folke AX var hjá mér í ár og auk þess að koma stelpunum í skólann, þá setti hún í þvottavél og gekk frá eftir okkur í eldhúsinu. Hún hafði reglu á hlutunum; tók efri hæðina í einu stökki og þá neðri í öðru stökki annan dag. En hún þvoði á hverjum degi. Eftir árið áttuðum við Magnús okkur á því að við höfðum gegnið í tvennum nærbuxum til skiptis allan tímann. Þær óhreinu að morgni voru nefnilega alltaf komnar efst í skúffuna að kvöldi.

Við kölluðum hana Stínu og hún var undurfljót að læra íslenskuna. Og ekki bara tungumálið heldur fékk hún ást á landinu. Síðan hefur hún verið í sambandi við okkur og margsinnis komið og dvalið um tíma á meðan hún hefur unnið að rannsóknum hér á Þjóðarbókhlöðu. Hún er nú doktor frá Oxford í sagnfræði og hennar doktorsritgerð fjallaði um Ísland á átjándu öld. Mig minnir að fyrsta ritgerðin; þ.e. BA hafi verið um innréttingarnar og Skúla Magnússon en man ekki hvað nákvæmlega doktorsritgerðin fjallaði. Gott ef Christina er bara ekki einn helsti sérfræðingur í íslenskri sögu í Höfn

En ég þarf ekki neina Stínu núna; bara góða stúlku sem hugsar um hundana fyrir mig og skellir í eina og eina vél og þó... jú kannski að gott væri að hún sæi bara um mitt tveggja manna heimili á daginn, annars myndi henni leiðast svo því hundarnir sofa og nenna ekki að láta klappa sér út í eitt.

Ef einhver lesenda minna þekkir hundvæna stúlku sem vill vera aupair með þrjá hunda á Íslandi; endilega látið mig vita. Og segið mér líka hvað er greitt að meðaltali fyrir aupair á mánuði?


Meða hálfa flensu eða heila og geta ekki reist höfuð frá kodda?

Það er spurning hvort er betra að fá hálfa flensu eins og mér er gjarnt að fá eða heila og vita ekki af sér í viku. Svei mér þá...er ekki almennilega flensa skárri. Hef haft hálfa flensu núna síðan á sunnudag með tilheyrandi óþægindum og slappleika. Hitavellu; heitt og kalt til skiptis, svitakóf, nefrennsli og máttleysi.

Líðanin hefur verið ömurleg fyrst og fremst vegna þess að ég hef ekkert getað gert og svo vitaskuld vegna þess að samviskubitið hefur verið að drepa mig að vera ekki í vinnu; ekki meira veik en svo að ég gæti skrölt um og vafrað um húsið í sloppnum. Reyndi í morgun að koma mér í vinnu en ég var svo máttlaus og aumingjaleg að þegar ég loks var búin að klæða mig í vinnufötin var ég orðin  svo gegnumblaut af svita að ekki var um annað að ræða en fara aftur í sturtu og skipta um föt. Deginum ljósara að ég að ég yrði til lítils gagns í vinnunni.

Tók mig því til og fór í nokkra göngutúra í dag í góða veðrinu hundunum mínum til mikillar gleði til að freista þess að byggja upp smá þrek. Og viti menn þegar líða tók að daginn fann ég hvernig smá kraftur byggðist upp; svo mikill að ég gat sest við tölvuna og skrifað færslu.  Kraftur eða reiði, skiptir ekki máli en ég varð svo reið þegar ég heyrði söguna af froskinum og hamstrinum að ég rauk í tölvuna.

Nú er ég orðin svo hress að ég hlakka til að vakna í fyrramálið og mæta í mína vinnu á réttum tíma.


Að mata froska á lifandi hamstri!

Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að dýrabúðir selji börnum lifandi hamstur on´í gapandi gin annarra dýra. Rök þessarra þokkakaupmanna eru að svona sé náttúran!! En það á ekkert skylt við náttúruna að setja lítinn hamstur til átu ofan í búr frosks. Út í náttúrunni eiga dýrin alltaf séns. Þar er háð barátta upp á líf og dauða. Ljónin fá ekki dádýrin borin að kjafti þeirra. Þau þurfa á hlaupa þau uppi og dádýrin eiga alltaf tækifæri til að forða sér. Froskurinn þarf líka að hafa fyrir því að ná í músarungann úti í náttúrunni; honum er ekki færður hann lifandi á fati.

Það er þess vegna sem þetta er svo viðbjóðsleg meðferð; að setja lítið dýr nær dauða en lífi af hræðslu fyrir gin frosksins er villimennska mannsins og kemur ekki náttúrunni á nokkurn hátt við.

Þetta er andstyggileg kaupmennska í meira lagi. Það er svívirðilegt að vita til þess að á meðan einu barni er seldur hamstur til að eiga og elska, skuli öðru seldur sá við hliðina til að bera lifandi fyrir fros að gæða fsér á. Eru foreldrar virkilega að kaupa lifandi dýr fyrir börn sín í þessu skyni?

Svo mikið er víst að einhverjir gera þetta og ég spyr hvað er verið að kenna börnum með þessu?

Sex ára dóttursonur minn eignaðist lófastóran frosk sem faðir hans gaf honum og á heimili hjá pabbanum. Þegar dóttir mín kom til hans um helgina þá var pabbinn búinn að kaupa lítinn hamstur sem átti að bera fyrir frosinn. Dóttir mín fylltist viðbjóði og var fljót að forða hamstrinum sem var nær dauða en lífi úr hræðslu úr búri frosksins sem var líklega vel saddur og hafði ekki lyst. Hún tók hamsturinn með heim og keypti búr fyrir hann þar sem hann unir sér nú vel. Drengurinn var miður sín og grætur nú hver örlög litla hamstursins hefu orðið ef mamma hans hefði ekki komið í tæka tíð.

Hvað er eiginlega að fólki? Hvar er Umhverfisstofnun og héraðsdýralæknar sem eiga að sjá til þess að mannúðlega sé farið með dýr. Veist þú af þessu, nýráðin forstjóri UST?


Mogginn og hundablaðið þeirra einhæft

Finnur Hugi og hvolparÍ síðustu viku fylgdi Morgunglaðinu sérstakt hundablað. Og enginn fjórblöðungur það, heldur yfir tuttugu síður. Ljóst er að þar á bæ eru menn að gera sér grein fyrir hve gífurleg aukning hefur orðið á hundaeign Íslendinga undanfarin ár og áhugi á þeim "dýrðarinnar dásemdum" hefur aukist. Mogginn ætlar sannarlega að vera í takt við mannlífið og þjóna stórum hópi lesenda sinna með efni sem þessu.

Sjálf leyfi ég mér að fullyrða að vikuleg síða um dýr í DV sem hóf göngu sína fyrir þremur árum undir nafninu; Begga og dýrin hafi heilmikið með það gera hve aðrir fjölmiðlar hafa tekið við sér og fjalla æ oftar um dýr. Einkum hunda sem fjölgað hefur gífurlega á undanförnum árum. Ætla því að gerast svo djörf að fullyrða að ég eigi þar hlut að máli. Og svo ekki sé talað um framsýni Mikaels Torfasonar sem átti hugmyndina að þessari vikulegu síðu minni því ekki flögraði að mér að ég fengi frjálsar hendur með efni um dýr vikulega. Þess utan var mér alltaf tekið vel ef ég var með fréttir sem tengdust dýrum.

 Sybbinn

Fyrri reynsla mín undir stjórn annarra ritstjóra og fréttastjóra gaf ekki tilefni til annars en ég yrði gerð brottræk með allar fréttir sem tengdust dýrum; það var ekki nógu töff og taldist til mýkri mála sem ekki eiga alltaf upp á pallborðið hjá þröngsýnum fréttastjórum á fjölmiðlum.

En Morgunblaðið fær marga plúsa hjá mér fyrir fylgiblaðið um hunda. Get þó ekki annað en tæpt aðeins á hvað skorti og hverju var ofaukið. Vonandi eru það bara byrjunarörðugleikar.´

Í fyrsta lagi undraðist ég mjög hve mikla áherslu ritsjórnin lagði á stærri hunda þegar veruleikinn er sá að smáhundar eru langtum fjölmennari og sækja stöðugt á. Þeim fjölgar hratt og á undanförnum fimm árum hafa þeir stigð langt fram úr þeim stóru. Cavalierinn er einn þeirra hunda sem er að sprengja öll met og er nú vinsælasta hundategund landsins ásamt íslenskum fjárhundi og líklega Chihuahua. Þrátt fyrir það var ekki svo mikið ein almennileg mynd af þessum vinsælasta hundi landsins í moggablaðinu.

Ekki það, við ræktendur þurfum ekki á auglýsingu að halda því eftirspurnin er svo mikil að það eru stundum allt að tíu til tuttugu manns um hvern hvolp sem fæðist. En einmitt þess vegna finnst mér furðulegt að ekki skuli hafa verið fjallað um Cavaler ef markmiðið var að þjóna lesendum. Um áhuga lesenda var ekki spurt því þá hefði vinsælustu hundunum verið gerð betri skil. En vonandi er hægt að flokka þetta undir þekkingarskort.

En það sem var öllu alvarlega, var auglýsingin á forsíðu blaðisns frá HUNDAFRAMLEIÐSLUNNI DALSMYNNI. Einkar ógeðfeld auglýsing sem enginn fjölmiðill með vott af sjálsvirðingu annarstaðar í Evrópu myndi birta. Fyrir þá sem ekki vita hvað um ræðir ættu að googla orðið "puppy mills" og komast þá væntanleg að því að um er að ræða ólöglega starfsemi sem fégráðugir óprúttnir aðilar reka; oftast í felum. Þar eru hvolpar framleiddir í massavís og tíkur gjörnýttar og síðan lógað. Hundar á puppy mills lifa í búrum og sjá aldrei dagsbirtu. Þeim er haldið á lífi ef líf skildi kalla til þess eins framleiða hvolpa. Hér á landi hafa dýraunnendur barist hatrammri baráttu fyrir því að framleiðslunni í Dalsmynni verði lokað en dýraverndarlög á Íslandi eru svo úrelt og úr sér gengin að ekki hafa menn haft erindi sem erfiði enn.

Vonandi taka menn á Morgunblaðinu þessari ábendingu vel og íhuga vandlega hvað þeir eru að fá greitt fyrir áður en næsta hundablað kemur út hjá þeim.


Að ávinna sér trúverðugleika með gjörðum sínum og athöfnum

Ég held að það hafi ekki farið a mili mála í fyrri færslu um Byrgisstúlkuna og meinta ást hennar á forstöðumanninum, að skýrt var tekið fram að ást hennar á manninum hafi akkúrat ekkert með framkomu hans í hennar garð að gera Fjarri lagi var að ég tæki upp hanskann fyrir hann eða réttlætti gjörðir Guðmundar í Byrginu fyrir að notfæra sér ástand stúlkunar. 

Ég fordæmi misnotkun á stúlkunni í hvaða ástandi sem hún var í og mér finnst það fyrir neðan allar hellur að yfirmenn á meðferðarstöðvum skuli svo mikið sem voga sér að mynda náið samband við skjólstæðinga sína. 

En hinu getum við heldur ekki horft fram hjá að trúverðuleiki stúlkunnar er ekki sá sami og ætla mætti væri hún edrú og hefði ekki sjálf beitt ofbeldi um það leyti sem hún sagði sögu sína í fjölmiðlum og kom fram sem fórnarlamb. Það er staðreynd hvort sem mönnum líkar betur eða verr að stúlkan er í bullandi neyslu og hefur verið það lengi; Það rýrir trúverðugleika hennar og við því er ekkert að gera annða en taka orðum þeirra senm þannnig er ástt fyrir, með fyrirvara.

En að það réttlæti meinta misnotkun Guðmundar á Ólöfu eða öðrum stúlkum, er af og frá. Hnykki á þessu hér vegna þeirra athugasemda sem ég hef fengið um fyrri pistil.


Byrgisstúlkan, Ólöf í tómu tjóni -kviknaði í íbúð hennar í morgun

Byrgisstúlkan, Ólöf sem fyrst var til að kæra Guðmund í Byrginu og hvað oftast hefur komið fram í fjölmiðlum og sagt sögu sína er greinilega ekki öll þar sem hún er séð eins og fjallað hefur verið um í blöðum. Auk þess mun móðir hennar hafa komið fram og sagt sannleikan um ástand hennar.

En ekki er allt búið enn því í morgun kviknaði í íbúð hennar við Fannarfell og voru tveir fluttir á sjúkrahús. Sjálf mun Ólöf hafa sloppið en tveir karlmenn sem voru í búð hennar voru fluttir á bráðamótöku.

Maður spyr sig í ljósi ástands stúlkunar, hvað er satt og hvað ekki. Ég hef það eftir heimildum sem ekki er ástæða til að rengja að hún hafi verið yfir sig ástfangin af Guðmundi og ákveðið að hefna sín á honum þegar hann hafnaði henni. Þau voru búin að vera í ástarsambandi í langan tíma. Já, köld eru kvennaráð. Það breytir þó engu að ábyrgðin er Guðmundar og fjarri lagi að hann geti réttlæt gjörðir sínar þrátt fyrir að stúlkna hafi lagt ást á hann. Það þarf víst tvo til.


Hafliði hefur svar við öllu

Einhverntíma í byrjun mánaðarins skrifaði ég pistil um vexti í Glitnisbanka í Noregi og kallaði eftir skýringum hjá vinu mínum Hafliða fjármálaspekúlant Fréttablaðsins.

Líklega les Hafliði ekki bloggið mitt enda fátt um fína drætt hér undanfarnar vikur. En einhvern pata hefur hann haft af þessum skrifum mínum því hann svaraði mér inn á gestabókinni þar sem of seint  var að kommenta. En hér er svar Hafliða:

Sæl Begga sá ekki bloggið um vextina og ákallið til mín fyrr en heimild til athugasemda var útrunnin. Stærsta ástæðan fyrir þessum mun á vöxtum heitir íslenska krónan. Grunnvextir hennar eru mun hærri en á þeirri norsku. Til skamms tima miklu hærri og til lengri tíma þá treysta menn ekki myntinni betur en svo að hún ber álag, þrátt fyrir verðtrygginguna. Annars er ekkert sem bannar manni að taka óverðtryggt lán í norskum krónum og þá fær maður svipaða vexti og norðmenn, en tekur á sig gengisáhættu, af því að maður er með launin sín í íslenskum krónum sem gætu tekið upp á því að rýrna. kveðja Hafliði

Því er spurningin; hvort er meiri áhætta að taka lán í norskum krónum með 3.75% vöxtum, engri verðtryggingu en hættu á að íslenska krónan lækki. Eða lán hér með 5% vöxtum, verðtryggingu og engri vissu fyrir að launin mín hækki til jafns við verðbólguna?

Ekki get ég ímyndað mér að gengismunurinn verði nokkru sinni eins dýr og hinn kosturinn. Og svo hlýtur að vera hægt að breyta láninu í íslenskar krónur ef maður sér allt stefna í voða.

Hafliða þakka ég fyrir að svara mér en ég sakna þess að hafa hann ekki nærri mér. Sú var tíðin að ég þurfti ekki annaði annað en snúa hausnum til hægri ef mig vantaði svör við hinum ýmsu spurningum, hvort sem þær vörðuðu heimilisbókhaldið eða þýðingu á orði og allt þar á milli. Hafliði hafði alltaf svar á reiðum höndum.


Breiðavík um Breiðuvík frá Breiðuvík til Breiðuvíkur

Illa var mér á í messunni í færslunni hér á undan þegar ég í hroka mínum fávisku og hugsunarskekkju fór að vanda um fyrir mönnum og þóttist vita betur en aðrir. Já, svona getur maður talið sig meiri mann en annan. Mín er skömmin og niðurlægingin og bið ég lesendur síðunar forláts á rangfærslum mínum og kjánaskap.

Auðvitað heitir umræddur staður Breiðavík og það er engin afsökun fyrir þeirri heimsku minni að átta mig ekki á að oftar en ekki er rætt um staðinn í þolfalli og þágufalli. Ég þykist vera þokkalega að mér í íslensku en fell marflöt á eigin bragði. Breiðavík er nafnið en við tölum um Breiðuvík og það sem gerðist í Breiðuvík. Punktur og ekki orð um það meira. Mín er skömmin og gengst ég fúslega við þeirri hugsunarskekkju minni og hroka að þykjast vita netur.

 


Breiðavík - Breiðuvík - sumir sluppu fyrir horn og urðu nýtir þjóðfélagþegnar

Fjölmiðlamenn sem fjalla um Breiðuvíkurmálið virðast ekki vera með það á hreinu hvað staðurinn heitir því ekki ósjaldan tala sumir þeirra um Breiðavík. Það er náttúrulega lágmarkskrafa að þeir sem um þetta mál fjalla nefni staðinn sínu rétta nafni. Breiðuvík heitir staðurinn og vísar til víkurinnar sem hann stendur við.

Annað sem fram hefur komið og byggir á nokkrum rangfærslum er að allir þeir drengir sem vistaðir voru vestra, hafi komi frá brotnum heimilum og verið vandræðagemlingar sem áttu enga von um að verða að mætum mönnum þar sem þeir hafi þegar hafi komist í kast við lögin og ekki hafi legið annað fyrir en þeir væru á hraðri leið inn á glæpabrautina.

Það er bara alls ekki rétt. Í Breiðuvík voru einnig sendir drengir frá fínustu heimilum sem áttu ekki að baki glæpaferil, heldur fyrirferðamiklir ungir drengir sem lutu illa aga. Af umfjöllun má einnig ráða að undantekningarlaust hafi drengirnir farið beina leið inn á glæpabrautina eftir dvölina vestra.

Mér er málið kunnugt og veit að það var alls ekki í öllum tilfellum þannig, eins og Hallgrímur Sveinsson fyrrverandi forstöðumaður á Breiðuvík staðhæfði í Kastljósþætti í gær.

Það vill nefnilega þannig til að bróðir minn er einn þessara drengja en hann ólst upp við mjög gott atlæti og reglufestu hjá ömmu minni og afa sem veittu honum mikla ástúð og umhyggju. Þau máttu ekki vamm sitt vita. En þau dekruðu hann hins vegar meira en góðu hófu gegndi og því var stráksi baldinn krakki. Þau óttuðust því að hann stefndi í mikinn vanda og þegar þau urðu þess áskynja að guttinn var farin að fikta við reykingar ellefu ára gamall og hnupla úr sjoppu, þá leituðu þau ráða og fóru með hann til sálfræðings. Það var Andri Ísaksson sem þau ræddu við og niðurstaða hans varð sú að hann taldi að drengurinn hefði gott af því að fara vestur til dvalar. Hans mat var að þaðan kæmi hann betri maður og fengi þann aga sem hann á þyrfti að halda til að verða að manni.

Blessuð gömlu hjónin treystu sérfræðingnum og bróðir minn var á Breiðuvík í tvö ár. Þegar hann kom til baka trúði enginn sögum hans af því helvíti sem hann upplifði þar. Það var ekki fyrr en bróðir minn var orðin fullorðinn maður að ömmu varð ljóst að hann færi ekki með neina skreytni og trúði honum. Síðan leið blessuð gamla konan fyrir að hafa sent hann á þennan hryllilega stað það sem hún átti ólifað.

Söguna sagði bróðir minn mér fyrir nokkrum árum, en við sátum saman í þrjár klukkustundir á meðan hann opnaði sig fyrir mér. Ég gleymi aldrei hve mér leið illa eftir þá frásögn. Og ekki aðeins þá, heldur lengi á eftir ef ég hugsaði til þess hvað hann mátti upplifa.

Það var því ekki aðeins Þóra í Kastljósinu sem hefur verið að vinna í þessu máli þegar DV opnaði það. Fleiri hafa verið með þetta mál í gangi. Ég hef til að mynda unnið talsvert lengi að því að afla mér gagna varðandi Breiðuvíkurmálið til að fjalla um það. DV reið hins vegar á vaðið og opnaði þetta mál. Mér fannst hins vegar umfjöllun blaðsins hvorki fugl né fiskur og við lesturinn vöknuðu fleiri spurningar en svör fengust við, við þá umfjöllun. Tek þó fram að ég er alls ekki að gagnrýna Val, minn fyrri vinnufélaga fyrir það.

Ég held því að þeir fjölmiðlamenn sem unnið hafa mánuðum saman að þessu máli hafi ætlað sér að vanda til verka, en svona er lífið. Fyrstur kemur fyrstur fær. Kastljósumfjöllunin hefur verið mjög góð og ég fagna því að að þeir sem þar starfa skuli hafa tekið málið upp og fylgt því eftir eins og raun ber vitni.  

Um bóður minn er það að segja að hann var lánsamur; lagðist ekki út í afbrot og glæpi og hefur staðið sig afskaplega vel í lífinu. Það er ekki annað hægt en vera stoltur af honum fyir að hafa komist áfallalaust út úr þessum hörmungum sem hefðu getað lagt líf hans í rúst. En það leynist eigi að síður ekki okkur sem þekkjum hann best að dvölin á Breiðuvík hefur haft varanleg áhrif á sálarlíf hans.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband